Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mið 24. júní 2020 23:42
Anton Freyr Jónsson
Davíð Smári: Erum ekki vanir að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var leikið til þrautar í Safamýrinni í kvöld þegar Kórdrengir og ÍA mættust og kom sigurmark Skagamanna ekki fyrr en seint í fyrrihálfleik framlengingar.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  3 ÍA

Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja var sáttur með sína menn þrátt fyrir ekkert bikarævintýri þetta árið

„Bara gríðarlega ánægður, bara frábær frammistaða og þetta var bara það sem við héldum, við vildum að þeir mundu vera aðeins með boltan og mér fannst þetta heilt yfir ganga mjög vel."

Það var leikið til þrautar í kvöld og voru Kórdrengir ekki langt frá því að slá Skagamenn út úr keppni.

„Nei við klikkum á einhverjum deddurum, eina sem ég er kannski ósáttur með eins og ég sagði nú í viðtali áðan að við erum ekki vanir að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum og það koma allavega 2 í dag að mig minnir og það er svona sem svíður mest."

Kórdrengir gefa Skagamönnum gríðarlegan góðan leik og var Davíð spurður hvort þetta sýni ekki styrk hjá Kórdrengjum að ná að standa í Pepsí-Max deildar liði þrátt fyrir að vera bara í 2.deildinni.

„Jú við erum vel spilandi lið, ég held að þetta séu ákveðin skilaboð fyrir liðin í deildinni hjá okkur að við ætlum okkur að standa okkur vel og það er leikur strax á Laugardaginn og nú er að sjá úr hverjum við erum gerðir því það verður ekki auðveldur leikur."

Albert Brynjar fær gullið tækifæri í stöðunni 2-1 til að klára leikinn fyrir Kórdrengi en í staðin fara Skagamenn upp og jafna leikinn og segir Davíð Smári það pirrandi að leikurinn hafi farið í framlengdan leik þar sem það er leikur strax á Laugardaginn aftur.

„Já eins og ég segi, okkur langar að spila þessa stóru leiki og við stilltum upp sterku liði í dag en reyndum samt sem áður að hvíla það sem við gátum hvílt. Við tókum Albert Brynjar útaf á 90 mínútu og reyndum að gera okkar besta í að hvíla okkar menn."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner