mið 24. júní 2020 21:23
Brynjar Ingi Erluson
Grikkland: Svekkjandi tap hjá Sverri - Olympiakos í bikarúrslit
Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn
Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason og félagar hans í PAOK í Grikklandi eru úr leik í gríska bikarnum eftir svekkjandi 2-0 tap gegn Olympiakos í kvöld en samanlagt vann Olympiakos 4-3 úr tveimur leikjum. PAOK er ríkjandi bikarmeistari en á ekki möguleika á að verja titilinn.

Liðin áttust við í undanúrslitum bikarsins en PAOK vann fyrri leikinn 3-2 og því mikið undir í kvöld.

Sverrir Ingi var í byrjunarliði PAOK og tókst hans mönnum að halda hreinu í hálfleik.

Giorgos Masouras kom Olympiakos yfir á 65. mínútu og tuttugu mínútum síðar bætti Mohamed Mady Camara við öðru marki. PAOK þurfti því tvö mörk til að komast í úrslitaleikinn.

Gestirnir misstu hins vegar hausinn. Abel Ferreira fékk rautt spjald á 87. mínútu og Omar El Khaddouri fylgdi honum í sturtu er hann fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma.

Olympiakos fer því í úrslit og mætir þar AEK. Slæmu fréttirnar fyrir AEK eru þær að þrír leikmenn fengu að líta rauða spjaldið er liðið komst áfram í kvöld og gæti það reynst dýrkeypt í úrsltaleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner