banner
   mið 24. júní 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég hef ekki heyrt þessar sögusagnir en hann er ekki á leiðinni þangað"
Eiður meiddist gegn KR í fyrstu umferð.
Eiður meiddist gegn KR í fyrstu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var spurður í viðtali í gær út í þær sögusagnir að miðvörður Vals, Eiður Aron Sigurbjörnsson væri á leiðinni til Vestmannaeyja og myndi þar spila með ÍBV.

Sjá einnig:
Helgi Sig um Eið Aron: Auðvitað eru góðir menn velkomnir til Eyja

Heimir sagðist ekki hafa heyrt af þessum sögusögnum.

„Ég hef ekkert þessar sögusagnir en hann er ekki á leiðinni þangað," sagði Heimir í gær.

Eiður Aron byrjaði á bekknum í fyrsta leik í mótinu og ef mark á að taka af þeim leik og flestum æfingaleikjum Vals fyrir mót þá er ljóst að hann er þriðji miðvörður liðsins á eftir Rasmus Christiansen og Orra Sigurði Ómarssyni.

Eiður kom inn á í fyrstu umferð gegn KR en hefur ekki verið í hóp síðan vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner