Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. júní 2020 20:28
Brynjar Ingi Erluson
Hólmbert og Matti skoruðu annan leikinn í röð - Emil rekinn út af
Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði fyrir Álasund
Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði fyrir Álasund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson og Matthías Vilhjálmsson voru báðir á skotskónum í norsku úrvalsdeildinni, annan leikinn í röð.

Álasund er nýliði í norsku deildinni í ár eftir frábært tímabil í B-deildinni á síðustu leiktíð.

Daníel Leó Grétarsson var í byrjunarliðinu en Hólmbert og Davíð Kristján Ólafsson byrjuðu báðir á bekknum. Hólmbert kom inná á 62. mínútu og skoraði tíu mínútum síðar, annað mark hans í röð en hann skoraði einnig í 7-2 tapinu gegn Kristiansund í síðustu umferð.

Davíð Kristján kom inná á 69. mínútu en þetta var fyrsta stig liðsins í deildinni.

Sandefjord tapaði fyrir Stabæk, 2-0. Emil Pálsson var í byrjunarliði Sandefjord. Hann fékk gula spjaldið á 48. mínútu og ellefu mínútum síðar var hann rekinn af velli. Viðar Ari Jónsson kom þá inná sem varamaður í hálfleik, þrátt fyrir að hafa lagt upp bæði mörk liðsins í síðustu umferð.

Matthías Vilhjálmsson skoraði þá eina mark Vålerenga í 4-1 tapi liðsins gegn Odds Ballklubb. Markið kom úr vítaspyrnu en hann er með tvö mörk og eina stoðsendingu í þremur leikjum. Hann fór af velli á 83. mínútu.

Kjartan Henry spilaði allan leikinn er Vejle gerði 1-1 jafntefli við Næstved í dönsku B-deildinni. Liðið er með átta stiga forystu á toppnum þegar sjö leikir eru eftir af deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner