Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. júní 2020 06:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ung og frábær stelpa sem er að stíga sín fyrstu skref"
Hulda Karen hefur byrjað báða leiki Þór/KA til þessa.
Hulda Karen hefur byrjað báða leiki Þór/KA til þessa.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hulda Karen Ingvarsdóttir, sem er fædd árið 2001, lék einn leik með Þór/KA sumarið 2017 en næstu tvö tímabil var hún leikmaður Hamranna að láni frá Þór/KA.

Hún hefur byrjað fyrstu tvo leiki Þór/KA sem er með fullt hús stiga í deildinni. Þar hefur hún leikið við hlið Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur í hjarta varnarinnar. Þór/KA mætir Val í kvöld og ef annað liðið sigrar leikinn mun það lið jafna við Breiðablik að stigum á toppi deildarinnar.

Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, og Arna Sif, fyrirliði liðsins, voru spurð út í Huldu Karen í viðtölum um helgina.

„Þetta er ung og frábær stelpa sem er að stíga sín fyrstu skref og að læra aðeins inn á hlutina. Hún stóð sig mjög vel og ekkert yfir hennar framlagi að kvarta," sagði Andri Hjörvar á laugardaginn. Hulda Karen var tekin af velli í hálfleik í leiknum gegn ÍBV þar sem hún var komin með gult spjald.

„Gult spjald, ung og óreynd, þá vill maður hafa skynsemi í þessu," sagði Andri.

Arna Sif var spurð hvernig sér hefði fundist að spila með Huldu Karen í þessum fyrstu tveimur leikjum mótsins.

„Það hefur verið algjörlega geggjað. Ég hef alltaf verið hrifin af Huldu Karen sem leikmanni. Hún er ung og ferlega efnileg. Það er mjög auðvelt að vinna með henni. Hún hlustar mikið og vill læra. Mér hefur fundist ganga vel að spila með henni og ég er mjög ánægð með hana."
Andri Hjörvar: Förum inn í leikinn gegn Val fullar sjálfstrausts
Arna Sif: Gætum ekki verið ánægðari með þetta
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner