Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 24. júní 2020 21:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Mögnuð endurkoma Atalanta gegn Lazio
Atalanta vann frábæran sigur á liðinu sem er í öðru sæti.
Atalanta vann frábæran sigur á liðinu sem er í öðru sæti.
Mynd: Getty Images
Dzeko skoraði bæði mörk Roma.
Dzeko skoraði bæði mörk Roma.
Mynd: Getty Images
Atalanta vann magnaðan sigur á Lazio er liðin mættust í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Atalanta snemma 2-0 undir en sýndi mikinn karakter. Robin Gosens minnkaði muninn fyrir leikhlé og skoruðu þeir Ruslan Malinovskiy og Jose Luis Palomino í seinni hálfleiknum.

Lokatölur 3-2 og sigur Atalanta staðreynd. Þetta eru hrikaleg úrslit fyrir Lazio sem er í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum frá toppliði Juventus. Atalanta er í fjórða sæti með 54 stig.

Í hinum leik kvöldsins kom Roma til baka gegn Sampdoria og vann 2-1 eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik. Edin Dzeko skoraði auðvitað bæði mörk Roma sem er sex stigum á eftir Atalanta í fimmta sæti. Sampdoria er einu stigi frá fallsæti.

Atalanta 3 - 2 Lazio
0-1 Marten de Roon ('5 , sjálfsmark)
0-2 Sergej Milinkovic-Savic ('11 )
1-2 Robin Gosens ('38 )
2-2 Ruslan Malinovskiy ('66 )
3-2 Jose Luis Palomino ('80 )

Roma 2 - 1 Sampdoria
0-1 Manolo Gabbiadini ('11 )
1-1 Edin Dzeko ('64 )
2-1 Edin Dzeko ('85 )

Önnur úrslit:
Lestu nánar um leikinn

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner