banner
   mið 24. júní 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Jóhannes yngsti markaskorari KR í bikarkeppninni
Jóhannes Kristinn Bjarnason.
Jóhannes Kristinn Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 15 ára gamli Jóhannes Kristinn Bjarnason skoraði sjöunda mark KR í 8-1 sigrinum á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum í gær.

Með þessu bætti Jóhannes met hjá KR en hann er yngsti markaskorari liðsins í bikarkeppninni frá upphafi.

Jóhannes er 15 ára og 120 daga en hann sló met Guðmundar Andra Tryggvasonar frá 2015 en Guðmundur Andri var þá 15 ára og 211 daga þegar hann skoraði gegn Keflavík.

Jóhannes er sonur Bjarna Guðjónssonar, aðstoðarþjálfara KR og fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns. Jóhannes er í 3. flokki líkt og Birgir Steinn Styrmisson sem kom einnig inn á í gær. Valdimar Daði Sævarsson úr 2. flokki kom líka við sögu.

„Það er voða gaman að geta leyft þessum strákum að spreyta sig. Þetta var óskastaða sem við vildum fá. Jói gerði fínt mark og Valdimar og Birgir spiluðu mjög vel þessar fáu mínútur sem þeir fengu," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

„Þetta er fyrsta krefið þeirra og vonandi verða þau stærri þegar fram líða stundir. Þeir eiga langt í land en sýndu mikla hæfileika samt sem áður."


Rúnar Kristins búinn að fá nóg: Annar leikmaður sem eyðileggur á sér hnéð
Athugasemdir
banner
banner
banner