Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 24. júní 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Leeds hafnaði því að fá Ayala á frjálsri sölu
Daniel Ayala.
Daniel Ayala.
Mynd: Getty Images
Leeds hefur hafnað því að fá Daniel Ayala, fyrrum varnarmann Liverpool, á frjálsri sölu.

Ayala hefur yfirgefið Middlesbrough eftir að hafa hafnað tilboði félagsins um að framlengja út tímabilið. Hann getur farið í annað félag 1. júlí.

Umboðsmaður Ayala er að reyna að finna nýtt félag fyrir sinn mann og hafði samband við Victor Orta, yfirmann fótboltamála hjá Leeds. Orta afþakkaði boðið.

Leeds mun þurfa nýjan miðvörð þegar Ben White, sem hefur leikið fantavel á lánssamningi frá Brighton, snýr aftur til baka.

Ayala er 29 ára en hann lék á sínum tíma fimm leiki fyrir Liverpool áður en hann gekk í raðir Norwich. Hann fór svo til Middlesbrough 2014 og lék 203 leiki fyrir félagið.

Leeds er í öðru sæti ensku Championship-deildarinnar og er á fínni leið með að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner