mið 24. júní 2020 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leiknismenn fengu tvöfalt rautt spjald
Sólon Breki Leifsson.
Sólon Breki Leifsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú er í gangi leikur KA og Leiknis í Mjólkurbikar karla fyrir norðan, en staðan er 2-0 fyrir KA.

Staða KA er ansi vænleg í ljósi þess að þeir eru að spila ellefu gegn níu leikmönnum Leiknis.

Valdimar Pálsson, dómari leiksins, gaf Leiknismönnum tvöfalt rautt spjald þegar um hálftími var liðinn af leiknum. Sólon Breki Leifsson, sóknarmaður Leiknis, fékk sitt annað gula spjald þegar hann rann á Kristijan Jajalo, markvörð KA.

Brynjar Hlöðversson, annar leikmaður Leiknis, fékk svo sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Því eru Leiknismenn níu gegn ellefu leikmönnum KA.

Valdimar, dómari, var í fréttum fyrr í vikunni fyrir ansi undarlegan dóm á Dalvík.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leik KA og Leiknis.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner