Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 24. júní 2020 17:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mækarinn: Dómararnir vissu ekki hvernig skiptingarnar virkuðu
Mikael Nikulásson.
Mikael Nikulásson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur í 2. deild karla, er ósáttur með vinnubrögð í leik Njarðvíkur og Völsungs um síðustu helgi. Hann segir að dómarar leiksins hafi ekki kunnað reglurnar.

Mikael er sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Dr Football þar sem farið var yfir dómgæslu í leik Dalvíkur/Reynis og Þróttar Vogum í 2. deild um síðustu helgi.

Dalvík/Reynir og Þróttur Vogum gerðu 1-1 jafntefli í fyrstu umferð 2. deildar karla. Þróttarar komu boltanum í netið í uppbótartíma og fögnuðu innilega enda héldu þeir að sigurmarkið væri í höfn. En Valdimar Pálsson dómari leiksins og hans aðstoðarmenn voru ekki á sama máli. Eftir fundarhöld dæmdu þeir markið af og heimamenn í Dalvík/Reni náðu í stig.

Lesa má nánar um atvikið hérna en einnig má sjá myndband af því í fréttinni.

„Hann dæmdi markið af og tók þar af leiðandi stigin af Þrótturum," sagði Mikael í Dr Football. „Brynjar Þór Gestsson, stórvinur minn og þjálfari Þróttar, var brjálaður og ég skil það mjög vel. Hann er brjálaður enn. Ég veit ekki hvað maður hefði gert. Þetta er ömurleg dómgæsla því þetta er svo langt frá því að vera eitthvað brot."

Fyrir mér er þetta lágpunktur
Mikael ræddi þá um dómgæsluna í leik Njarðvíkur og Völsungs, en Gunnar Freyr Róbertsson var aðaldómari á leiknum.

„Það þurfa margir að fara girða sig í brók. Dómararnir í leik Njarðvíks og Völsungs vissu ekki hvernig skiptingarnar virkuðu. Ég spurði línuvörðinn sjö sinnum og hann var orðinn vel pirraður á mér," segir Mikael.

„Leikurinn stöðvaðist svo, einhver meiddist, og ég kallaði dómarinn til mín. Ég var búinn með tvær skiptingar (tvö stopp) og þurfti að vita. Línuvörðurinn var harður á því að ég mætti bara taka eitt í viðbót, en þjálfarinn hjá Völsungi, bekkurinn á þeim og ég vorum harðir á því að það mætti taka fimm stopp. Þeir voru harðir á því að það væru þrjú."

„Þetta fyrir mér er lágpunktur, að dómarar leiksins séu ekki með reglur leiksins á hreinu. Þetta er ekki gott og ekki KSÍ til hrós."

Vegna kórónuveirufaraldursins var því breytt í efstu deild karla, efstu deild kvenna, 1. deild karla og bikarkeppni KSÍ að leyfa fimm varamenn í þremur stoppum. Reglan hefur hins verið sú frá því í fyrra í 2. deild karla og neðar, og í 1. deild kvenna og neðar, að leyfa fimm varamenn. Ekki er tekið fram í hversu mörgum gluggum þær skiptingar þurfa að vera, en til dæmis má sjá í leik Vestra og Kára frá því í fyrra að Kári gerði fimm skiptingar í fimm gluggum.

Athugasemdir
banner
banner