Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. júní 2020 20:05
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikarinn: KA kjöldró níu leikmenn Leiknis - Spenna á Grenivík
Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði tvö fyrir KA
Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði tvö fyrir KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Arnarson skoraði úr vítaspyrnu fyrir HK
Atli Arnarson skoraði úr vítaspyrnu fyrir HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA bókaði í kvöld sæti sitt í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með því að vinna Leikni R. 6-0. Tveir leikmenn Leiknis voru reknir af velli með mínútu millibili. HK er þá komið áfram eftir sigur á Magna en það er framlengt hjá Þór og Reyni S.

KA 6 - 0 Leiknir R.
1-0 Nökkvi Þeyr Þórisson ('5 )
2-0 Mikkel Qvist ('38 )
3-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('54 )
4-0 Gunnar Örvar Stefánsson ('61 )
5-0 Nökkvi Þeyr Þórisson ('73 )
6-0 Steinþór Freyr Þorsteinsson ('89 )
Rautt spjald: ,Sólon Breki Leifsson , Leiknir R. ('29)Brynjar Hlöðversson , Leiknir R. ('30)
Lestu nánar um leikinn

Akureyringar byrjuðu leikinn af krafti og skoraði Nökkvi Þeyr Þórisson strax á 5. mínútu. Á 28. mínútu kom Guðmundur Steinn Hafsteinsson boltanum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Það átti sér stað mikil dramatík mínútu síðar er Sólon Breki Leifsson fór í hættulega tæklingu á Kristijan Jajalo, markvörð KA og innan við mínútu síðar var Brynjar Hlöðversson sendur í sturtu fyrir mótmæli en hann var á gulu spjaldi fyrir atvikið.

Það reyndist mikil brekka fyrir Leiknismenn og nýttu heimamenn sér liðsmuninn. Mikkel Qvist skoraði á 38. mínútu og svo komu fjögur mörk til viðbótar í þeim síðari. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Gunnar Örvar Stefánsson skoruðu með sjö mínútna millibili í þeim síðari og svo gerði Nökkvi annað mark sitt í leiknum á 73. mínútu.

Steinþór Freyr Þorsteinsson rak svo síðasta naglann í kistuna á 89. mínútu og 6-0 sigur staðreynd.

Magni 1 - 2 HK -
1-0 Gauti Gautason ('17 )
1-1 Birnir Snær Ingason ('68 )
1-2 Atli Arnarson ('87, víti )
Lestu nánar um leikinn

HK-ingar áttu í erfiðleikum með Lengjudeildarlið Magna á Grenivíkurvellinum í kvöld.

Magnamenn eru alltaf erfiðir heim að sækja og allt byrjaði afar vel hjá liðinu. Gauti Gautason kom Magna yfir á 17. mínútu með skalla eftir hornspyrnu.

Bæði lið skiptust á færum í fyrri hálfleiknum en Birnir Snær Ingason náði að jafna leikinn á 68. mínútu. Ásgeir Marteinsson potaði þá boltanum til Birnis sem skoraði.

Undir lok leiks féll Ásgeir Börkur Ásgeirsson í teignum. Vítaspyrna dæmd og á punktinn steig Atli Arnarson. Hann skoraði úr spyrnunni. Magnamenn vildu vítaspyrnu í uppbótartíma síðari hálfleiks en fengu ekki og lokatölur því 2-1. HK í 16-liða úrslit.

Þór 1 - 1 Reynir S. - Framlengt
0-1 Elton Renato Livramento Barros ('18 )
1-1 Sölvi Sverrisson ('78 )
Lestu nánar um leikinn

Reynir Sandgerði er að halda í við Þór en liðin eigast við á Þórsvellinum. Elton Renato Livramento kom Reyni yfir á 18. mínútu en Sölvi Sverrisson jafnaði fyrir Þór á 78. mínútu. Staðan er 1-1 í framlengingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner