Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 24. júní 2020 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Morten Beck sá um Þrótt - Fjölnir áfram
Morten Beck gerði tvö mörk fyrir FH-inga.
Morten Beck gerði tvö mörk fyrir FH-inga.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Jón Gísli Ström skoraði sigurmark Fjölnis.
Jón Gísli Ström skoraði sigurmark Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH og Fjölnir eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikar karla eftir að hafa lent í hörkuleikjum í kvöld.

FH heimsótti Þrótt í Laugardalinn, en Þróttarar leika í Lengjudeildinni og er þar spáð í neðri hlutann í sumar. Danski sóknarmaðurinn Morten Beck kom FH yfir eftir aðeins fimm mínútur, en gestirnir gáfust ekki upp og jöfnuðu þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum.

„Fær boltann í fætur um 25 metra frá marki rekur hann aðeins áfram í átt að teignum og smyr hann í samskeytin. Daði hreyfði sig ekki á línunni. Hér er allt jafnt," skrifaði Sverrir Örn Einarsson eftir markið sem Djordje Panic skoraði.

Staðan var 1-1 í hálfleik. Eftir tíu mínútur í seinni hálfleiknum komst FH aftur yfir og aftur var það Morten Beck sem skoraði. Í þetta skiptið gerði hann það eftir hornspyrnu.

Esau Rojo Martinez og Dion Acoff komu inn á hjá Þrótti þegar leið á seinni hálfleikinn, en þeir náðu ekki að láta til sín almennilega taka og lokatölur 2-1 fyrir FH. Leikurinn er þó langt því frá neikvæður hjá Þrótti og geta lærisveinar Gunnars Guðmundssonar eflaust tekið margt jákvætt úr honum.

Fjölnismenn sem eru í Pepsi Max-deildinni tóku á móti Selfossi úr 2. deild. Fjölnir lenti tvisvar undir í leiknum, en þeir tvisvar að jafna metin og skoruðu sigurmarkið svo.

Staðan var 2-2 að loknum fyrri hálfleiknum, en eina mark seinni hálfleiksins gerði Jón Gísli Ström. „Stungusendingin frá Örvari ætluð Jóni var ekki góð... Kom meter fyrir aftan hann en Adam Örn var í smá basli og missti boltann beint fyrir lappirnar á Jóni sem renndi boltanum auðveldlega í netið framhjá Stefáni," sagði Ármann Örn Guðbjörnsson um sigurmark Fjölnismanna sem verða með í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit.

Þá er framlenging í leik Kórdrengja og ÍA sem endaði 2-2 eftir að Kórdrengir höfðu tvisvar komist yfir.

Kórdrengir 2 - 2 ÍA - Framlengt
1-0 Magnús Þórir Matthíasson ('9 )
1-1 Viktor Jónsson ('69 )
2-1 Einar Orri Einarsson ('81 )
2-2 Hlynur Sævar Jónsson ('85 )
Smelltu hér til að fara í textalýsingu

Þróttur R. 1 - 2 FH
0-1 Morten Beck Andersen ('5 )
1-1 Djordje Panic ('31 )
1-2 Morten Beck Andersen ('55 )
Lestu nánar um leikinn

Fjölnir 3 - 2 Selfoss
0-1 Guðmundur Tyrfingsson ('12 )
1-1 Ingibergur Kort Sigurðsson ('24 )
1-2 Valdimar Jóhannsson ('28 )
2-2 Viktor Andri Hafþórsson ('31 )
3-2 Jón Gísli Ström ('69 )
Lestu nánar um leikinn

Önnur úrslit:
Mjólkurbikarinn: KA kjöldró níu leikmenn Leiknis - Spenna á Grenivík
Mjólkurbikarinn: Þór áfram eftir framlengingu gegn Reyni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner