Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. júní 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Mourinho þvertekur fyrir rifrildi við Ndombele
Tanguy Ndombele
Tanguy Ndombele
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir ekkert til í að ósætti sé á milli hans og miðjumannsins Tanguy Ndombele.

Ndombele varð dýrasti leikmaðurinn í sögu Tottenham þegar hann kom til félagsins á 63 milljónir punda í fyrrasumar. Hann hefur verið ónotaður varamaður í fyrstu tveimur leikjum Tottenham í ensku úrvalsdeidlinni eftir hléið.

Franska sjónvarpsstöðin TF1 sagði frá því að Ndombele hafi sagt Mourinho á fundi í síðustu viku að hann vilji ekki vinna með honum en Portúgalinn neitar því.

„Nei. Það er ekkert til í því. Ég reyni að gera mitt besta fyrir liðið. Ég get ekki byrjað með 12 eða 13 leikmenn. Stundum bið ég leikmenn afsökunar ef þeir byrja ekki," sagði Mourinho eftir 2-0 sigurinn á West Ham í gær.

„Á bekknum voru Tanguy, (Ryan) Sessegnon, Toby (Alderweireld), (Jan) Vertonghen, Gedson (Fernandes) og þeir spiluðu ekki. Þannig er fótboltinn."

„Ég var með sóknarmenn á bekknum. (Erik) Lamela og (Steven) Bergwijn. Tveir frábærir leikmenn til að koma inn á og síðan gefur (Harry) Winks okkur meiri stöðugleika."

Athugasemdir
banner
banner