mið 24. júní 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Moyes brjálaður - Vill skiptingu á VAR dómarana
Mynd: Getty Images
David Moyes, stjóri West Ham, var óhress með VAR dómarana í 2-0 tapinu gegn Tottenham í gær.

Sjálfsmark Tomas Soucek fékk að standa þrátt fyrir að boltinn hafi farið í hendina á Davinson Sanchez, leikmanni Tottenham, í aðdraganda marksins.

„Ég trúi því ekki að þeir hafi dæmt mark. Reglan er þannig að alltaf þegar er hendi á að dæma markið af? Við misstum frábært mark gegn Sheffield United út af einhverjum og þeir dæmdu þetta ekki af? Hverjir voru VAR dómarar í kvöld? Það þarf að skipta þeim út af," sagði Moyes reiður.

„Það er reglan. Ég tel að þetta sé ekki sérstaklega góð regla en svona er reglan. Þeir gátu ekki dæmt þetta mark í kvöld? Ég trúi þessu ekki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner