Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 24. júní 2020 19:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-kvenna: Valur valtaði yfir Þór/KA sem var taplaust
Hlín og Elín Metta sáu um ÍBV.
Hlín og Elín Metta sáu um ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og Breiðablik, liðin tvö sem stungu af í fyrra, eru á toppi Pepsi Max-deildar kvenna eftir þrjár umferðir með fullt hús stiga. Önnur lið eru með minna.

Valur fékk Þór/KA í heimsókn í kvöld. Fyrir leikinn var Þór/KA einnig með fullt hús stiga, en Valskonur voru of sterkar fyrir ungt Akureyrarliðið.

Landsliðskonurnar Hlín Eiríksdóttir og Elín Metta Jensen voru öflugar fyrir Íslandsmeistarana; Hlín gerði þrennu og Elín Metta skoraði tvö. Dóra María Lárusdóttir skoraði þá sjötta markið undir lokin. „Dóra María er að setja rjómann á Valskökuna með geggjuðu marki. Smellhitti boltann með ristinni utan velli og skilaði honum í netið," skrifaði Mist Rúnarsdóttir í beinni textalýsingu.

Öruggt hjá Val sem er með níu stig eins og Breiðablik. Þór/KA er með sex stig í fjórða sæti.

Í Vestmannaeyjum vann Stjarnan góðan útisigur í bragðdaufum leik þar sem sigurmarkið kom er fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Varamaðurinn María Sól Jakobsdóttir skoraði sigurmark Garðbæinga.

„Hræðilegur varnarleikur hjá ÍBV og Hildigunnur krossar boltanum á Maríu sem setur boltann í þaknetið," skrifaði Eyþór Daði Kjartansson í beinni textalýsingu.

Stjarnan er með sex stig í fimmta sæti og er ÍBV með þrjú stig í sjöunda sætinu.

Valur 5 - 0 Þór/KA
1-0 Hlín Eiríksdóttir ('11 )
2-0 Hlín Eiríksdóttir ('31 )
3-0 Elín Metta Jensen ('49 , víti)
4-0 Hlín Eiríksdóttir ('54 )
5-0 Elín Metta Jensen ('71 )
Lestu nánar um leikinn

ÍBV 0 - 1 Stjarnan
0-1 María Sól Jakobsdóttir ('85)
Lestu nánar um leikinn

Úrslit 3. umferðar
Fylkir 2 - 2 Þróttur R.
FH 0 - 2 Stjarnan
Breiðablik 6 - 0 KR
ÍBV 0 - 1 Stjarnan
Valur 5 - 0 Þór/KA
Athugasemdir
banner
banner
banner