Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mið 24. júní 2020 22:01
Ester Ósk Árnadóttir
Siggi Höskulds: Völlurinn laus og hann rennur
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Mér fannst þetta stefna í góðan leik hjá báðum liðum," sagði Sigurður þjálfari Leiknis eftir viðburðarríkan leik á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 6 -  0 Leiknir R.

KA menn skoruðu fyrsta markið eftir 5 mínútna leik.

„Mér fannst við koma þokkalega ferskir inn í þennan leik en svo nýta þeir bara fyrsta færið sem þeir fá. Mér fannst við bregðast ágætlega við því, " sagði Sigurður þjálfari Leiknis eftir viðburðarríkan leik á Greifavellinum í dag.

Tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum, bæði á 30 mínútu leiksins. Sólon var á gulu spjaldi fyrir brot á Hallgrími sem fór í burtu í sjúkrabíll. Hitt brotið var kemplíkt 10 mínútum síðar og uppskar hann sitt seinna gula spjald.

„Sólon rennur þarna tvisvar. Hann er á rosalega mikilli ferð og ekkert hægt að segja við því. Hann bara spjaldar hann tvisvar, völlurinn er laus og hann rennur. Við bara vonum að hann sé ekki lengi meiddur sá sem lendir í þessu."

Seinna rauða spaldið fékk Brynjar en hann var líka á gulu spjaldi þegar hann mótmælir rauða spjaldinu sem Sólon hafið fengið og fékk sitt seinna gula spjald.

„Hitt atriðið er bara kjánaskapur."

Leikurinn varð í raun aldrei spennandi eftir þessi tvö spjöld og endaði hann með 6-0 sigri KA manna.

„Þetta er náttúrulega bara aldrei leikur sem er leiðinlegt því að manni langaði til að gefa þessum ungu strákum sem komu inn á betri leik til að spila. Þeir stóðu sig frábærlega. Heilt yfir bara ánægður hvernig við brugðumst við þessu."

Leiknir spilar við Vestri í næstu umferð Lengjudeildarinnar.

„Það leggst frábærlega í okkur. Ég held að þrátt fyrir þetta séu við á mjög góðum stað sem lið."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner