Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. júní 2022 23:40
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Gerði út um leikinn með þrennu í síðari hálfleik
Álftanes skoraði fimm mörk í kvöld
Álftanes skoraði fimm mörk í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Álftanes 5 - 2 Hamar
1-0 Aníta Kristín Árnadóttir ('20 )
2-0 Thelma Lind Steinarsdóttir ('28 )
2-1 Karen Inga Bergsdóttir ('48 )
2-2 Eyrún Gautadóttir ('57 )
3-2 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('59 )
4-2 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('78 )
5-2 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('90 )

Aníta Ýr Þorvaldsdóttir tók sig til og náði í öll þrjú stigin fyrir Álftanes sem vann Hamar, 5-2, í 2. deild kvenna á OnePlus-vellinum í kvöld.

Aníta Kristín Árnadóttir og Thelma Lind Steinarsdóttir komu Álftnesingum í 2-0 á fyrsta hálftímanum en í byrjun síðari hálfleiks jafnaði Hamar metin. Karen Inga Bergsdóttir skoraði á 48. mínútu og níu mínútum síðar jafnaði Eyrún Gautadóttir.

Það var svo Aníta Ýr sem tók málin í sínar hendur og kom Álftanesi aftur yfir tveimur mínútum síðar og svo bætti hún við öðru tólf mínútum fyrir leikslok. Þegar lítið var eftir af leiknum fullkomnaði hún þrennu sína og gulltryggði Álftnesingum sigurinn.

Álftanes er í 5. sæti deildarinnar með 7 stig en Hamar í neðsta sæti með einungis 1 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner