Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. júní 2022 23:54
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Átta marka veisla í Breiðholti
Hér má sjá mynd af Berserkjum en félagið ákvað að sameinast við Mídas fyrir tímabilið
Hér má sjá mynd af Berserkjum en félagið ákvað að sameinast við Mídas fyrir tímabilið
Mynd: Guðmundur Arnar Sigurðsson
Berserkir/Mídas unnu Létti, 5-3, í C-riðli í 4. deild karla í kvöld og eru því komnir upp fyrir Létti í riðlinum.

Það var mikil spenna á ÍR-vellinum í kvöld en liðin skiptust á að skora. Aakash Gurun kom Létti í 3-2 á 61. mínútu en gestirnir tóku völdin eftir það.

Tómas Helgi Ágústsson Hafberg og Tristan Egill Elvuson Hirt gerðu tvö mörk með stuttu millibili áður en Bjarki Sigurjónsson tryggði sigurinn með marki á 82. mínútu.

Berserkir/Mídas fara upp í 4. sæti riðilsins með 10 stig, jafnmörg og Léttir.

Spyrnir og Samherjar gerðu þá 1-1 jafntefli í E-riðlinum. Viktor Ingi Sigurðarson kom Spyrni yfir á 38. mínútu en Baldvin Ingason jafnaði fimm mínútum síðar.

Spyrnir er í 3. sæti með 13 stig en Samherjar í 5. sæti með 5 stig.

Úrslit og markaskorarar:

C-riðill:

Léttir 3 - 5 Berserkir/Mídas
0-1 Tristan Egill Elvuson Hirt ('24 )
1-1 Tomasz Weyer ('36 )
1-2 Hilmir Hreiðarsson ('46 )
2-2 Óliver Úlfar Helgason ('55 )
3-2 Aakash Gurung ('61 )
3-3 Tómas Helgi Ágústsson Hafberg ('67 )
3-4 Tristan Egill Elvuson Hirt ('72 )
3-5 Bjarki Sigurjónsson ('82 )

E-riðill:

Spyrnir 1 - 1 Samherjar
1-0 Viktor Ingi Sigurðarson ('38 )
1-1 Baldvin Ingason ('43 )
Athugasemdir
banner
banner
banner