Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 24. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andy Carroll á reynslu í Belgíu
Andy Carroll.
Andy Carroll.
Mynd: Getty Images
Enski sóknarmaðurinn Andy Carroll er núna staddur í Belgíu þar sem hann er á reynslu hjá Club Brugge.

Fjallað er um þetta í belgískum fjölmiðlum.

Carroll er 33 ára gamall og er án félags þessa stundina. Hann ólst upp hjá Newcastle og gerði mjög vel þar; það vel að Liverpool ákvað að kaupa hann fyrir 35 milljónir punda í janúar 2011.

Það gekk ekki vel hjá Liverpool og síðan þá hefur hann leikið með West Ham, Newcaste, Reading og West Brom. Á síðustu leiktíð skoraði hann fimm mörk í 23 leikjum í Championship-deildinni með Reading og West Brom.

Núna gæti hann verið á leið til Belgíu, en Club Brugge er að skoða hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner