fös 24. júní 2022 14:16
Elvar Geir Magnússon
Carroll ekki í formi eftir brúðkaupsferð og fær ekki samning hjá Club Brugge
Andy Carroll.
Andy Carroll.
Mynd: Getty Images
Belgíska félagið Club Brugge hefur ákveðið að bjóða Andy Carroll ekki samning en enski sóknarmaðurinn er félagslaus sem stendur. Forráðamenn Club Brugge voru ekki sáttir með líkamlegt ástand hans.

Carroll flaug beint til Belgíu úr brúðkaupsferð í Mexíkó en fyrr í þessum mánuði giftist hann sjónvarpsstjörnunni Billi Mucklow.

Carroll er 33 ára og hefur verið í meiðslavandræðum undanfarin ár. Hann hefur ekki spilað yfir 20 deildarleiki á einu tímabili síðan 2015-16.

Síðasta tímabil Carroll í Championship-deildinni var erfitt en hann gekk í raðir Reading í nóvember. Þar lék hann aðeins átta leiki áður en hann gekk í raðir West Brom í janúar.

Hann lék fimmtán leiki fyrir Steve Bruce og lærisveina seinni hluta tímabils en náði aðeins að skora þrjú mörk. Frammistaðan var ekki nægilega góð svo hann fengi framlengingu á samningi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner