Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 24. júní 2022 22:59
Brynjar Ingi Erluson
Cucurella næstur inn hjá Man City - 'Líkaði' við færslu Romano um Phillips
Marc Cucurella er á leið til Man City
Marc Cucurella er á leið til Man City
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Manchestter City eru að ganga frá kaupum á enska miðjumanninum Kalvin Phillips og er þá að vinna í því að fá spænska vængbakvörðinn Marc Cucurella frá Brighton en ekki er langt í að það verði að veruleika.

Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano birti færslu á Instagram þar sem hann staðfesti þær fregnir að Phillips væri á leið til Manchester City fyrir um það bil 45 milljónir punda.

Það er gert ráð fyrir því að Man City klári þau kaup á næstu dögum en félagið ætlar að fá inn annan leikmann.

Man City hefur verið í viðræðum við Brighton um spænska bakvörðinnn Marc Cucurella síðustu vikur og virðist styttast í samkomulag, en leikmaðurinn er sjálfur byrjaður að 'líka' við færslur tengdum félaginu á samfélagsmiðlum.

Hann 'líkaði' við færslu Romano um Phillips og svo um aðra færslu hjá stuðningsmannasíðu Manchester City og er því tímaspursmál hvenær hann verður kynntur hjá félaginu. Kaupverðið er í kringum 45 milljónir punda.


Athugasemdir
banner
banner