fös 24. júní 2022 10:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eriksen sagður velja á milli Brentford og Man Utd - Neville líst ekkert á stöðuna
Eriksen
Eriksen
Mynd: EPA
Gary Neville
Gary Neville
Mynd: EPA
Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen er sagður velja á milli tveggja félaga en hann er að verða samningslaus hjá Brentford um mánaðarmótin.

Tilboðin eru frá Manchester United og einmitt Brentford. Tilboðin eru, samkvæmt SkySports, bæði sögð heillandi en hjá United séu í boði hærri laun.

Það sem vinnur með Brentford er sú staðreynd að fjölskyldu hans líður vel í London og hefur ekki mikinn áhuga á því að flytja þaðan. Þá vill Eriksen vera viss um byrjunarliðssæti í sínu liði þar sem HM í Katar er í lok árs og þar vill Eriksen vera í góðu standi.

Það var í umræðunni fyrr í sumar að Eriksen gæti snúið aftur til Tottenham þar sem hann lék lengi vel á sínum ferli en það er í dag sagt ólíklegt. Tottenham hefur fengið Yves Bissouma og er með Rodrigo Bentancur á láni frá Juventus.

Eriksen er þessa daganna í fríi þessa dagana eftir að hafa spilað með danska landsliðinu fyrr í þessum mánuði.

Neville búinn að fá nóg
Gary Neville deildi frétt Sky Sports umtilboð Brentford og Man Utd í Eriksen. Neville er fyrrum leikmaður Manchester United og í dag sérfræðingur á Sky Sports.

Neville lýst ekkert á að í dag séu leikmenn að velja á milli tilboða frá Brentford og Manchester United. Það sé ekki staða sem United eigi að vera í.

„Þess vegna þarf að stöðva arðgreiðslur á næstunni. Öll penní verða að fara í félagið þangað til það veðrur heillandi aftur. Félagið er orðið kirkjugarður fyrir leikmenn," skrifar Neville sem er mjög ósáttur við það að eigendur Manchester United taki pening úr félaginu á meðan starfsemi þess gengur illa.

Sjá einnig:
Neville hefur áhyggjur af vandræðum United á markaðnum
Kallar eftir því að Glazer fjölskyldan selji - „Það er eitthvað rotið hjá félaginu"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner