Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. júní 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Fyrirliðinn hrósaði Qvist: Ekkert eðlilega sterkt af honum
Mikkel Qvist í leiknum í gær.
Mikkel Qvist í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær og Jason Daði.
Ísak Snær og Jason Daði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski varnarmaðurinn Mikkel Qvist hafði varla spilað neitt í Bestu deildinni þegar hann var mættur í byrjunarlið Breiðabliks gegn KR í gær. Hann fékk tækifærið í ljósi þess að Damir Muminovic tók út leikbann.

„Þvílik innkoma hjá drengnum, alltaf talað um að hann sé miklu slakari á boltann en Damir og Viktor en það var ekki að sjá í kvöld, vann eiginlega öll návígi, skallabolta. Búið að vera erfið byrjun á sumrinu hjá honum en greip tækifærið í kvöld," skrifaði Arnar Laufdal í skýrslu um leikinn sem Breiðablik vann 4-0.

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, hrósaði Qvist eftir leikinn.

„Hann var geggjaður í dag. Ég veit ekki hvað hann vann mörg návígi og marga bolta, var yfirvegaður og góður í uppspilinu. Ekkert eðlilega sterkt af honum, sterkur haus, að vera ekki búinn að spila í tíu fyrstu leikjunum í deild og koma hérna og eiga frábæran leik. Stórt hrós á hann," sagði Höskuldur.

Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, tók í sama streng.

„Mikkel var frábær. Hann kom til okkar og hefur verið í hópnum og beðið eftir tækifærinu. Damir og Viktor hafa verið sterkt par og verið meiðslafríir, Damir var í banni í dag og Mikkel var virkilega flottur í þessum leik í dag," sagði Halldór.

Jason og Ísak ólíkir en vega hvorn annan upp
Í viðtali eftir leikinn tjáði hann sig líka um samvinnu Jasons Daða Svanþórssonar og Ísaks Snæs Þorvaldssonar sem hafa verið magnaðir. Ísak hefur fengið stærri skerf af hrósi.

„Jason er frábær leikmaður og þeir eru mjög gott par. Þeir ná mjög vel saman, þeir eru mjög ólíkir en vega hvorn annan vel upp. Það er hrikalega erfitt við þá að eiga og báðir voru þeir frábærir í dag," sagði Halldór.

Lífið leikur við Breiðablik sem hefur verið langbesta lið Bestu deildarinnar og er með ellefu stiga forystu. Næsti leikur liðsins er bikarleikur gegn ÍA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á mánudagskvöld.
Dóri Árna: Aldrei í hættu þegar við komumst yfir
Höggi: Þetta var kærkomið
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner