Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. júní 2022 21:13
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Selfoss á toppinn eftir sigur á Fjölni
Selfyssingar unnu góðan sigur á Fjölni
Selfyssingar unnu góðan sigur á Fjölni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss 2 - 0 Fjölnir
1-0 Gonzalo Zamorano Leon ('44 )
2-0 Guðmundur Þór Júlíusson ('89 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn

Selfoss er komið á toppinn eftir 2-0 sigur á Fjölni í Lengjudeild karla í kvöld.

Andri Freyr Jónasson átti fyrsta hættulega færi leiksins á 5. mínútu er hann var kominn einn gegn markverði en skot hans hafnaði í stönginni. Ágætis byrjun á leiknum.

Heimamenn komu sér betur inn í leikinn og áttu nokkur ágætis færi áður en Gonzalo Zamorano gerði fyrsta mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks.

Valdimar Jóhannsson átti laglega fyrirgjöf á Gonzalo sem smurði boltann í samskeytin.

Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og fyrri. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson átti skot í stöngina hjá Selfyssingum.

Selfyssingar fóru að liggja til baka en náðu að nýta sér eina góða sókn undir lokin. Gonzalo fékk boltann á hægri vængnum keyrði inn og kom boltanum fyrir en það vildi ekki betur en svo að Guðmundur Þór Júlíusson kom boltanum í eigið net.

Lokatölur 2-0 fyrir Selfyssinga sem fara á toppinn með 17 stig en Fjölnir í 6. sæti með 11 stig.
Athugasemdir
banner
banner