Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. júní 2022 20:33
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe segist ekki stærri en PSG - „Ekki verið nógu rómantískur"
Kylian Mbappe verður hjá PSG til 2025
Kylian Mbappe verður hjá PSG til 2025
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe segist ekki vera stærri en Paris Saint-Germain en hann ræddi við MFTV á ferð sinni í Bandaríkjunum.

Mbappe var nálægt því að ganga í raðir Real Madrid í síðasta mánuði en eftir fund með eigendum PSG, ákvað hann að framlengja samning sinn við félagið til næstu þriggja ára.

Talið er að Mbappe fái töluverð völd innan félagsins og sé með atkvæðarétt þegar það kemur að leikmannakaupum en hann segist sjálfur ekki stærri en sjálft félagið.

„Mér þykir vænt um PSG. Ég hef kannski ekki haft nægan tíma til að vera nógu rómantískur í garð stuðningsmanna. Ég vildi bara sanna mig fyrst, en þetta félag hefur mikla þýðingu fyrir mig, það vita allir."

„Ég var bara koma inn í þetta verkefni. Ég var varla byrjaður og miðað við allar breytingar sem verða á félaginu, þá get ég sagt að það eru stórkostlegir hlutir í vændum."

„Ég er ekki stærri en félagið. Þetta er ekki verkefnið mitt. PSG var hérna áður en ég kom og verður hér eftir að ég fer. Ég vil bara leggja mitt af mörkum,"
sagði Mbappe.
Athugasemdir
banner
banner