Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. júní 2022 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikið áfall fyrir Spánverja í aðdraganda EM
Jenni Hermoso.
Jenni Hermoso.
Mynd: EPA
Spænska landsliðskonan Jenni Hermoso mun ekki leika með á Evrópumótinu í sumar.

Þetta er mikið áfall fyrir Spánverja þar sem Hermoso er magnaður leikmaður sem hefur spilað stórt hlutverk í stórkostlegum árangri Barcelona síðustu ár.

Hermoso fór sérstaklega á kostum árið 2021 - á ári þar sem Barcelona vann allt sem hægt var að vinna - og skoraði hún 51 mark í öllum keppnum; meira en nokkur önnur fótboltakona.

Hún er jafnframt markahæsti leikmaðurinn í sögu spænska landsliðsins með 45 mörk í 91 leik.

Hermoso varð fyrir hnémeiðslum í aðdraganda mótsins og getur ekki tekið þátt. Er það eins og áður segir mikið áfall fyrir Spánverja sem þykja líklegar til afreka á mótinu í næsta mánuði.

Spánn er í riðli með Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi, en farið var yfir þann sterka riðil á Heimavellinum í vikunni. Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Heimavöllurinn á EM: B&B fara yfir rosalegan B-riðil
Athugasemdir
banner
banner