Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 24. júní 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sara Björk útskýrir nýja treyjunúmerið
Mynd: Instagram/sarabjork90
Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir var í mogun kynnt sem nýr leikmaður Juventus. Sara mun leika í treyju númer 77 hjá ítölsku meisturunum.

Í morgun var birt viðtal Söru eftir að skiptin voru klár og þar var Sara spurð út í númerið.

„Uppáhaldstalan mín hefur alltaf verið 7. Ég er númer 7 í landsliðinu og í gegnum ferilinn hef ég valið mér númer 7. Hjá Lyon var 7 ekki laust og ég sá að 7 var ekki laus hér. Ég hugsaði því hvað væri betra en ein sjöa? Það eru tvær sjöur og því 77," sagði Sara.

Sara sagði þá frá því að þegar hún og Árni Vilhjálmsson byrjuðu saman hafi hann verið númer 77. „Það hefur því smá merkingu," sagði Sara.

Sara er 31 árs og spilar á miðjunni. Hún skrifar undir tveggja ára samning við Juventus sem hefur orðið ítalskur meistari síðustu fimm tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner