fös 24. júní 2022 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Segir Jesus á leið til Arsenal - Gengið frá kaupunum á næstu tíu dögum
Gabriel Jesus hefur ákveðið að ganga í raðir Arsenal
Gabriel Jesus hefur ákveðið að ganga í raðir Arsenal
Mynd: Getty Images
Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus mun ganga í raðir Arsenal frá Manchester City á næstu tíu dögum. Mike Keegan hjá Daily Mail fullyrðir þetta í grein sinni í dag.

Arsenal og Man City hafa verið í viðræðum um Jesus síðustu vikur en félögin eru nálægt því að ná saman um leikmanninn.

Tottenham er einnig sagt hafa áhuga á framherjanum knáa en hann hefur ákveðið að ganga í raðir Arsenal.

Samkvæmt Daily Mailmun Arsenal greiða Man City 50 milljónir punda fyrir Jesus og verður gengið frá vistaskiptunum á næstu tíu dögum.

Jesus er 25 ára gamall og verið á mála hjá City frá 2017 og gert þar 95 mörk í 236 leikjum.

Hann var efstur á óskalista Mikel Arteta, stjóra Arsenal, en það sárvantar framherja inn í hópinn eftir að Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette yfirgáfu liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner