Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. júní 2022 09:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu mörkin fjögur hjá Breiðabliki í gær - Tvær gjafir
Jason Daði og Ísak Snær
Jason Daði og Ísak Snær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann 4-0 heimasigur gegn KR í Bestu deild karla í gær. Viktor Karl Einarsson, Höskuldur Gunnlaugsson, Ísak Snær Þorvaldsson og Jason Daði Svanþórsson skoruðu mörk Blika.

KR hafði spilað vel í fyrri hálfleik en Breiðablik komst yfir eftir mistök hjá KR. Í kjölfarið fékk Breiðablik svo vítaspyrnu og leiddi 2-0 í hálfleik.

„Við áttum að nýta fyrri hálfleikinn betur þar sem við erum kannski sterkari aðilinn að mínu mati og pressuðum þá ágætlega og unnum boltann á góðum stöðum með fína möguleika á að bú til færi. En svo gefum við þeim mark á silfurfati og það er dýrt á móti liði eins og Breiðablik," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Í seinni hálfleik lék Breiðablik með vindi og Mosfellingarnir Ísak Snær og Jason Daði kláruðu dæmið fyrir toppliðið sem er nú með ellefu stiga forskot á toppi deildarinnar og hefur unnið sextán heimaleiki í röð.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 KR


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner