fös 24. júní 2022 17:08
Brynjar Ingi Erluson
Sky: Man City nær samkomulagi við Leeds um Phillips
Kalvin Phillips er á leið til Man City
Kalvin Phillips er á leið til Man City
Mynd: Getty Images
Enski miðjumaðurinn Kalvin Phillips er að ganga í raðir Manchester City frá Leeds. Fréttastofa Sky Sports greinir frá þessu í dag.

Phillips, sem er 26 ára gamall, er uppalinn hjá Leeds og hefur verið þeirra besti maður síðustu ár.

Hann hefur síðustu mánuði verið orðaður við Manchester City og nú er það að verða að veruleika.

Sky segir frá því í dag að Man City og Leeds hafi komist að samkomulagi um kaupverð á Phillips.

Kaupverðið er talið nema um 45-50 milljónir punda og á því Phillips aðeins eftir að komast að samkomulagi um kaup og kjör hjá Man City áður en hann skrifar undir langtímasamning. Hann kemur til með að fylla skarð Fernandinho sem ákvað að framlengja ekki við félagið.

Phillips verður þriðji leikmaðurinn sem kemur til Man City í þessum glugga en Erling Braut Haaland er kominn frá Borussia Dortmund og þá kemur argentínski framherjinn Julian Alvarez frá River Plate í næsta mánuði.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner