fös 24. júní 2022 12:00
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag vildi ekki hitta Rangnick
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Mynd: EPA
Mirror segir að Erik ten Hag, nýr stjóri Manchester United, hafi ekki haft áhuga á því að hitta Ralf Rangnick eftir að hann var ráðinn á Old Trafford.

Ten Hag hafnaði fundi með Rangnick og ræddi aðeins við hann í síma um málefni félagsins eftir að tíð Þjóðverjans sem bráðabirgðastjóri lauk eftir liðið tímabil.

Hugmyndin var að Rangnick yrði í hlutverki ráðgjafa hjá Manchester United en samband hans við Ten Hag tók aldrei á loft og félagið samdi við Rangnick um að leiðir myndu skilja.

Þetta fyrirhugaða ráðgjafastarf var aldrei skilgreint almennilega og greinilegt að Ten Hag var ekki mjög spenntur fyrir því að vinna með Rangnick.

Rangnick náði ekki tilætluðum árangri sem bráðabirgðastjóri United. Liðið vann aðeins ellefu af 29 leikjum undir hans stjórn. Hann er nú orðinn landsliðsþjálfari Austurríkis.
Athugasemdir
banner
banner