Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. júní 2022 14:30
Elvar Geir Magnússon
Þorkell Gunnar spáir í 16-liða úrslit bikarsins
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skorar Gummi Magg sigurmarkið á Akureyri?
Skorar Gummi Magg sigurmarkið á Akureyri?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm af leikjum 16-liða úrslita Mjólkurbikarsins fara fram á sunnudaginn, tveir leikir verða á mánudag og einn leikur á þriðjudaginn.

Fjórir af leikjunum verða sýndir beint á RÚV og sérstakur spámaður Fótbolta.net fyrir leikina er einn af íþróttafréttamönnum stöðvarinnar, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.

HK 3 - 1 Dalvík/Reynir (sunnudag kl. 14)
Bikarævintýri þrælskemmtilegra norðanmanna lýkur því miður hér. HK er komið á skrið.

KA 1 - 2 Fram, eftir framlengingu (sunnudag kl. 16)
BEINT Á RÚV - Er hræddur um að Nonni Sveins hvíli hálft liðið sitt. En Gummi Magg er heitur og veit að bikarinn er stysta leiðin til að vinna titil og fá Evrópusæti. Hann kemur inn á sem varamaður og setur sigurmarkið í framlengingu.

FH 4 - 0 ÍR (sunnudag kl. 19:15)
Eiður Smári mun hugsa til baka til þess leiks sem vendipunktar þegar FH verður farið að malla aftur eins og sú vél sem liðið var. Eiður var einu sinni í ÍR og mun því ekki gleyma leiknum þar sem hann kveikti aftur á FH.

Ægir 1 - 2 Fylkir (sunnudag kl. 19:15)
Ægismenn ætla að sýna sig. Fylkir er þó sterkara lið og vinnur. Sé jafnvel framlengingu í kortunum hér.

Njarðvík 1 - 5 KR (sunnudag kl. 19:45)
BEINT Á RÚV 2 - Njarðvíkingar mæta vel gíraðir og komast yfir. Særðir KR-ingar bíta þá hressilega frá sér og vinna sannfærandi.

Kórdrengir 2 - 3 Afturelding (mánudag kl. 19:15)
Hörkuleikir sem fer alla leið í vítaspyrnukeppni. Þar getur brugðið til beggja vona. Ómögulegt að segja til um hvort liðið vinnur. Gef Magga Má þetta samt fyrir gott starf sem skoðunarmaður reikninga hjá Samtökum íþróttafréttamanna um árabil.

ÍA 1 - 3 Breiðablik (mánudag kl. 19:45)
BEINT Á RÚV 2 - Blikum þótti nóg að tapa fyrir Val í deildinni daginn. Tapa ekki öðrum leik strax. Skaginn býður þó upp á leik og mikla stemningu á heimavelli.

Selfoss 1 - 2 Víkingur (þriðjudag kl. 19:45)
BEINT Á RÚV 2 - Þreyttir Víkingar eftir Evrópu gera nóg til að vinna og halda enn einum bikardraumi sínum á lífi. Framararnir Helgi Guðjóns og Kyle skora mörkin.
Athugasemdir
banner
banner
banner