Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 24. júní 2022 17:58
Brynjar Ingi Erluson
U23 kvenna vann góðan sigur á Eistlandi
Dagný Rún Pétursdóttir gerði seinna mark íslenska liðsins
Dagný Rún Pétursdóttir gerði seinna mark íslenska liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eistland 0 - 2 U23 Ísland
0-1 Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('27 )
0-2 Dagný Rún Pétursdóttir ('81 )

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 23 ára og yngri vann A-landslið Eistlands með tveimur mörkum gegn engu í vináttuleik sem fór fram á Pärnu Rannastaddion-leikvanginum í dag.

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen skoraði fyrsta mark leiksins á 27. mínútu. Diljá Ýr Zomers fékk boltann vinstra megin í teignum og átti fyrirgjöf sem markvörður Eistlands varði út í teiginn. Sólveig var fyrst að átta sig og náði að teygja sig í boltann sem hafnaði síðan í netinu.

Síðara markið gerði Dagný Rún Pétursdóttir eftir að hafa komið inná sem varamaður í leiknum. Ásdís Karen Halldórsdóttir tók þá hornspyrnu sem markvörður Eistlands náði ekki að halda og var Dagný klár í að pota boltanum í netið.

Ísland vinnur því góðan 2-0 sigur á Eistlandi sem verður að teljast nokkuð sanngjarn.

Byrjunarliðið:
Auður Sveinbjörnsd. Scheving (Afturelding á láni frá Val)
Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (Selfoss)
Arna Eiríksdóttir (Þór/KA á láni frá Val)
Karen María Sigurgeirsdóttir (Breiðablik)
Katla María Þórðardóttir (Selfoss)
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Ída Marín Hermannsdóttir (Valur)
Hlín Eiríksdóttir (Piteå)
Diljá Ýr Zomers (Häcken)
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Afturelding á láni frá Val)


Athugasemdir
banner