Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 24. júní 2022 11:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur mætir armensku meisturunum og Blikar mæta Rosenborg
Íslandsmeistararnir mæta armensku meisturunum.
Íslandsmeistararnir mæta armensku meisturunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var dregið í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. Valur og Breiðablik voru í pottinum.

Fyrirkomulagið verður alveg eins og í fyrra þegar fjögur lið voru dregin saman og mætast svo innbyrðis í undanúrslitum og svo í úrslitaleik um að komast áfram í aðra umferð forkeppninnar.

Valur mætir armensku meisturunum í FC Hayasa í undnaúrslitunum. Sigurvegarinn í því einvígi mætir sigurvegaranum úr einvígi írsku meistaranna Shelbourne FC og ZNK Pomurje Beltinci frá Slóveníu.

Breiðablik mætir Rosenborg í undanúrslitunum. Selma Sól Magnúsdóttir, leikmaður Rosenborg, mætir þar sínum fyrrum liðsfélögum í Breiðabliki. Sigurvegari einvígisins mætir annað hvort FC Minsk (Hvíta-Rússland) eða FC Slovacko (Tékkland) í úrslitaleik um sæti í 2. umferð.

Juventus, með Söru Björk Gunnarsdóttur innanborðs, mætir Racing frá Lúxemborg.

Cloe Lacasse og stöllur hennar í Benfica mæta Hajvalia frá Kósóvó.

Brann, með þær Svövu Rós Guðmundsdóttur og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur innanborðs, mætir ALG Spor.

Sænska Íslendingaliðið Kristianstad mætir þá Ajax. Hjá Kristianstad eru þær Elísabet Gunnarsdóttir (þjálfari), Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir.

Undanúrslitin fara fram 18. ágúst og úrslitaleikirnir þremur dögum síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner