fös 24. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vilja selja Lemar en það er ólíklegt að það takist
Lemar í leik með Atletico.
Lemar í leik með Atletico.
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Atletico Madrid er tilbúið að selja franska miðjumanninn Thomas Lemar í sumar.

Þetta kemur fram á vefmiðlinum Goal.

Lemar sló í gegn hjá Mónakó og ákvað Atletico að borga fyrir hann 72 milljónir evra til þess að kaupa hann sumarið 2018.

Samningur hans á Spáni rennur út eftir eitt ár og er Atletico að leitast eftir því að selja hann í staðinn fyrir að missa hann frítt. Leikmaðurinn er ekki búinn að eiga góðan tíma á Spáni og er hann bara búinn að skora níu mörk og leggja upp 14 í 143 leikjum.

Atletico er ekki í sérstakri fjárhagsstöðu og hefur leikmaðurinn hafnað því að taka á sig launalækkun. Því er hann fáanlegur á markaðnum í sumar.

Það gæti reynst erfitt að selja hann á einhverja upphæð þar sem hann er á háum launum og getur farið á frjálsri sölu næsta sumar. Í heildina skelfileg viðskipti hjá Atletico.
Athugasemdir
banner
banner