Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. júní 2022 19:58
Brynjar Ingi Erluson
West Ham ætlar ekki að selja Rice í sumar
Declan Rice
Declan Rice
Mynd: EPA
Todd Boehly, eigandi Chelsea, ætlar að fá Declan Rice frá West Ham í þessum glugga en félagið lagði fram fyrirspurn til West Ham á dögunum en þeirri fyrirspurn var hafnað. Þetta kemur fram í enskum miðlum í dag.

Rice er uppalinn hjá Chelsea en gekk til liðs við West Ham þegar hann var 15 ára gamall.

Hann er í dag talinn með bestu miðjumönnum ensku úrvalsdeildarinnar og hefur komið West Ham í hóp með sex bestu félögum deildarinnar.

Rice, sem er 23 ára, verður samningslaus eftir tvö ár og síðustu mánuði hefur West Ham verið í viðræðum við leikmanninn um framlengingu á samningnum.

Chelsea er það félag sem hefur hvað mestan áhuga á að fá hann en það gæti kostað sitt.

Félagið lagði fram fyrirspurn til West Ham á dögunum til að sjá hvað þyrfti til að fá hann en West Ham hafnaði þeirri fyrirspurn.

Það er mikil bjartsýni hjá félaginu að Rice framlengi samning sinn en annars gætu félög þurft að greiða allt að 100 milljónir punda til að landa honum.

Rice er opinn fyrir því að snúa aftur til Chelsea og telur félagið að það sé enn möguleiki á að fá hann í þessum glugga.
Athugasemdir
banner
banner