Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. júní 2022 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Wilshere vill ekki fá Bale til Arsenal - „Hann myndi ekki fá að spila"
Gareth Bale
Gareth Bale
Mynd: EPA
Ef það stæði til boða þá myndi Jack Wilshere, fyrrum leikmaður Arsenal, ekki vilja fá Gareth Bale til félagsins á frjálsri sölu frá Real Madrid.

Wilshere, sem spilar með AGF í Danmörku í dag, ræddi framtíð Bale við talkSPORT í dag en velski landsliðsmaðurinn er með ýmsa möguleika í stöðunni.

Bale verður samningslaus um mánaðamótin en hann sást heimsækja æfingasvæði Cardiff City á dögunum.

Leikmaðurinn ætlar að taka sér tíma í að ákveða framtíð sína en mun að öllum líkindum gera samning fram að heimsmeistaramótinu og leggja síðan skóna á hilluna.

Wilshere var spurður að því hvort hann væri góður kostur fyrir Mikel Arteta hjá Arsenal en hann er ekki viss um það. Hvort Bale myndi íhuga það yfir höfuð eftir að hafa spilað fyrir Tottenham til fjölda ára, er svo annað mál.

„Ég horfi á leikmennina sem myndu spila þessa stöðu og þeir eru allir ungir leikmenn sem hafa verið bestu leikmenn Arsenal síðustu árin. Í fyrsta lagi þá er ég ekki viss um að hann myndi fá að spila og ef hann gerir það þá væri hann að halda aftur einum af þessum leikmönnum," sagði Wilshere.
Athugasemdir
banner
banner
banner