Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. júní 2022 22:10
Brynjar Ingi Erluson
Ziyech má fara frá Chelsea - Á leið til Milan?
Hakim Ziyech má fara
Hakim Ziyech má fara
Mynd: EPA
Marokkómaðurinn, Hakim Ziyech, er í viðræðum við ítalska félagið Milan en þetta kemur fram á Sky Italia.

Chelsea keypti Ziyech frá Ajax fyrir tveimur árum á 34 milljónir punda en hann hefur engan veginn tekist að heilla í bláu treyjunni.

Ziyech, sem er 29 ára, hefur komið að 24 mörkum í 83 leikjum fyrir félagið og átt erfitt með að festa sæti sitt í byrjunarliðinu.

Enska félagið ætlar að losa sig við hann í sumar og segir Sky Italia frá því að ítalska félagið Milan sé í viðræðum við Chelsea um kaup á honum.

Viðræður munu halda áfram næstu daga en Milan er einnig að ganga frá samningum við belgíska framherjann Divock Origi. Hann mun skrifa undir hjá félaginu í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner