Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. júlí 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Ótrúlegt fall hjá Hull
Leikmenn Hull eftir fallið um síðustu helgi.
Leikmenn Hull eftir fallið um síðustu helgi.
Mynd: Getty Images
Hull City féll um síðustu helgi úr Championship deildinni niður í ensku C-deildina. Fallið var staðfest eftir tap gegn Luton í næstsíðustu umferð.

Hull spilaði síðast í ensku úrvaldeildinni 2016/2017 en síðari hlutann á þessu tímabili fór allt í rugl hjá félaginu. Jörgen Freyr Ólafsson, stuðningsmaður Hull, bendir á þetta á Twitter í dag með áhugaverðri tölfræði.

Hull var með 39 stig í 8. sæti eftir 26 umferðir og virtist ætla að blanda sér í sæti um baráttu í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildina.

Í janúar var Jarrod Bowen seldur til West Ham og Kamil Grosicki til WBA. Bowen hafði skorað sextán mörk á tímabilinu áður en hann var seldur og Grosicki sex.

Eftir brotthvarf þeirra gekk ekkert upp hjá Hull en liðið fékk einungis sex stig í síðustu tuttugu umferðunum og endaði á botninum í Championship deildinni.

Liðið vann einungis einn af níu leikjum eftir pásuna sem var gerð vegna kórónuveirunnar. 8-0 tap gegn Wigan á dögunum var lágpunktur en þar var Hull 7-0 undir í hálfleik!



Athugasemdir
banner
banner