Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. júlí 2021 06:00
Fótbolti.net
Fótboltavikan gerð upp á X977 í dag
Mynd: Getty Images
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson gera upp fótboltavikuna og skoða boltafréttir vikunnar á X977 í dag.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er alla laugardaga milli 12 og 14.

Fjallað er um 13. umferð Lengjudeildarinnar og hitað upp fyrir næstu umferð í Pepsi Max-deildinni.

Evrópuverkefni íslensku liðanna eru skoðuð og rætt við Höskuld Gunnlaugsson, fyrirliða Breiðabliks. Kópavogsliðið gerði 1-1 jafntefli gegn Austria Vín ytra á fimmtudag og má búast við spennandi leik hér á landi í komandi viku.

Einnig er rætt um tíðindi úr enska boltanum en Manchester United hefur staðfest Jadon Sancho. Við hverju mega stuðningsmenn United búast frá honum?

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner