Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 24. júlí 2022 23:09
Brynjar Ingi Erluson
Saliba er klár í slaginn - „Hann hefur sýnt mikinn þroska"
William Saliba í leik með Arsenal
William Saliba í leik með Arsenal
Mynd: Getty Images
Franski miðvörðurinn William Saliba er klár í að spila fyrir aðallið Arsenal en þetta sagði Mikel Arteta, stjóri félagsins, eftir 4-0 sigur liðsins á Chelsea í æfingaleik í Bandaríkjunum í gær.

Saliba var keyptur frá St. Etienne fyrir 27 milljónir punda fyrir þremur árum og lánaður strax aftur til franska félagsins.

Hann kom svo til móts við leikmannahóp Arsenal sumarið 2020 og æfði með liðinu fram í janúar án þess að spila leik fyrir liðið. Arteta taldi að hann væri ekki klár og sendi hann því til Nice í janúar á síðasta ári og svo aftur á láni til Marseille á síðasta tímabili.

Saliba var með bestu varnarmönnum frönsku deildarinnar og er Arteta nú sannfærður um að Saliba sé klár í að spila fyrir aðallið félagsins.

„Ég er rosalega ánægður með hvernig hann hefur verið að spila og hvernig hann hefur aðlagast liðinu. Hann hefur sýnt mikinn þroska miðað við að vera 21 árs gamall og vonandi heldur hann áfram að gera það," sagði Arteta.

„Við munum halda áfram að þróa hann. Saliba getur náð mjög langt og hann er þegar toppleikmaður og við verðum að gera hann enn betri."

„Hann virðist vera klár miðað við það sem við sáum í gær,"
sagði Arteta í lokin.
Athugasemdir
banner
banner