Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. ágúst 2019 14:24
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Ótrúleg endurkoma Kormáks/Hvatar
Mynd: Kormákur/Hvöt
Mynd: Fótbolti.net
Úlfarnir 4 - 5 Kormákur/Hvöt
0-1 Hlynur Rafn Rafnsson ('14)
0-2 Óskar Smári Haraldsson ('15)
1-2 Andri Þór Sólbergsson ('49)
2-2 ('55)
3-2 Andri Þór Sólbergsson ('61, víti)
4-2 ('66)
4-3 Hilmar Þór Kárason ('79)
4-4 Bjarki Már Árnason ('88)
4-5 Ingvi Rafn Ingvarsson ('91, víti)
Rautt spjald: Juan Dominguez, Kormákur/Hvöt ('51)
Rautt spjald: Miguel Martinez, Kormákur/Hvöt ('60)
Rautt spjald: Andri Þór Sólbergsson, Úlfarnir ('93)

Mikið var undir er Kormákur/Hvöt heimsótti Úlfana í B-riðli 4. deildarinnar í hadeginu. Liðin mættust í síðasta leik riðilsins og þurfti Kormákur/Hvöt sigur til að ná toppsætinu og komast í úrslitakeppnina.

Það var fátt sem benti til annars en að Kormákur Hvöt mundi sigla öruggum sigri en þeir komust í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik með mínútu millibili. Fyrst skallaði Hlynur Rafn Rafnsson boltann í netið og um 40 sekúndum síðar skoraði Óskar Smári Haraldsson eftir að gestirnir höfðu tekið aukaspyrnu á miðjum vellinum afar snöggt og Óskar slapp einn í gegn og skoraði af öryggi.

Seinni hálfleikurinn fór skelfilega af stað fyrir Kormák/Hvöt þar sem Andri Þór Sólbergsson minnkaði muninn með stórkostlegu marki þar sem hann afgreiddi fyrirgjöf með hælnum og uppí samskeytin. Skömmu seinna braut Juan Carlos Dominguez leikmaður gestanna af sér og Helgi Mikael Jónasson var búinn að taka upp gula spjaldið úr vasanum þegar Juan Carlos sparkar í liggjandi leikmann Úlfanna og Helgi Mikael var fljótur að setja gula spjaldið í vasann og setja frekar rautt spjald. Hárréttur dómur en Juan Carlos lét síðan öllum illum látum utan vallar og gerði meðal annars tilraun að hrækja á leikmenn Úlfanna þegar þeir fögnuðu jöfnunarmarki sínu sem kom stuttu seinna

Einum fleiri blésu Úlfarnir til sóknar og eftir eina slíka endaði boltinn í höndunum á Miguel Martinez markverði gestanna sem brunaði fram í teigin, hrindir leikmann Úlfanna og Helgi Benti á punktinn. Í pirringi hendir Miguel boltan í átt að leikmanni úlfanna og Helgi lyftir upp rauðaspaldinu. Úti leikmaður fór í markið eftir að vítaspyrnan var dæmd fyrir brotið sem Andri Þór skoraði úr og staðan orðin 3-2.
Gestirnir virtust vera búnir að missa hausinn og fengu á sig
Fjórða markið á 66. mínútu og virtist sem allar vonir Kormáks/Hvatar um að komast í úrslitakeppnina úti, en svo var ekki.

Níu leikmenn börðust fyrir lífi sínu og náði Hilmar Þór Kárason að kveikja í neista í sína menn og minnkaði muninn á 79. mínútu þrátt fyrir að Úlfarnir væru áfram í stórsókn þá náði Hilmar að refsa eftir skyndisókn. Við markið breyttu gestirnir í þá stórskemmtilegu taktík 2-4-2. Bjarki Már 41 árs gamall þjálfari Kormáks Hvatar fór í framlínuna og það átti að taka sénsa. Þeir uppskáru Jöfnunarmark frá Bjarka Má Árnasyni á 88. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu en markið má sjá hér að neðan. Enn var tími fyrir sigurmark og kom það úr vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að brotið hafði verið á Bjarka. Ingvi Rafn Ingvarsson skoraði það og má einnig sjá það að neðan.

Kormákur/Hvöt endar riðilinn með 35 stig eftir 14 leiki. Hvíti riddarinn og Snæfell eru í 2-3. sæti með 34 stig og sömu markatölu.Kormákur HVöt og Hvíti Riddarinn fara því í úrslitakeppnina á meðan Snæfell situr eftir með sárt ennið.





Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner