Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. ágúst 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ansu Fati loksins byrjaður að æfa aftur
Mynd: Getty Images
Ansu Fati, ungstirni Barcelona, meiddist á hné þann 7. nóvember í fyrra. Hann var tæklaður í leik Barcelona og Real Betis.

Tveimur dögum síðar var greint frá því að leikmaðurinn hefði farið í 90 mínútna aðgerð og yrði frá í fjóra mánuði.

Í maí fór hann svo aftur í stóra aðgerð þar sem hann hafði ekki náð bata. Hluti af brjóskinu í vinstra hné Fati var fjarlægt vegna slæmra hnémeiðsla sem höfðu angrað hann í marga mánuði. Aðgerðinni fylgdi talsverð áhætta en menn hafa þurft að hætta snemma á ferlinum eftir samskonar aðgerð.

Í dag var svo greint frá því að Fati hefði loksins aftur snúið til baka til æfinga hjá Barcelona, 290 dögum eftir að hafa meiðst.

Fati er einn efnilegasti leikmaður heims. Hann er átján ára og verður nítján í lok október. Hann er sóknarmaður sem hefur á sínum ferli skorað 11 mörk í 31 deildarleik með Barca. Þá á hann að baki fjóra A-landsleiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner