Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. ágúst 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Antonio útskýrði fagnið og ruglaðist á bíómyndum
Michail Antonio bauð upp á skemmtilegt fagn
Michail Antonio bauð upp á skemmtilegt fagn
Mynd: Getty Images
Michail Antonio er markahæsti leikmaður West Ham í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi með 49 mörk en hann náði þessum merka áfanga í 4-1 sigrinum á Leicester í gær og fagnaði svo á viðeigandi hátt.

Hann skoraði tvö mörk fyrir West Ham í gær og tók þar með metið af Paolo Di Canio.

Antonio fagnaði með því að grípa pappaútgáfu af sjálfum sér og lék eftir atriði úr bíómyndinni Dirty Dancing þar sem Patrick Swayze og Jennifer Grey léku í einhverju umtalaðasta atriði níunda áratugarins. Antonio ruglaðist þó eitthvað í viðtali eftir leikinn og sagði þetta hafa verið atriðið úr Save The Last Dance.

„Það var þungu fargi af mér létt. Ég var að flækja hlutina í fyrri hálfleiknum og ég lét það hafa smá áhrif á mig en ég kláraði dæmið í seinni hálfleiknum," sagði Antonio.

„Maður verður að reyna að gera þetta fagmannlega en ég var að reyna að skrifa mig í sögubækurnar, þannig þetta er alltaf í hausnum á manni. Ég hef ekki fagnað mikið upp á síðkastið útaf VAR þannig ég ákvað að gera þetta að sérstöku augnabliki."

„Fagnið var úr Save The Last Dance, þegar hann lyftir henni í lok myndarinnar. Það hefði verið vandræðalegt ef VAR hefði dæmt markið af. Þið sjáið mig alltaf brosa og þið hefðuð örugglega séð mig hlæja líka."

„Stuðningsmennirnir eru enn að syngja tuttugu mínútum eftir leikinn og andrúmsloftið er magnað. Það er ekkert betra en að skora og heyra þá fagna. Við erum með góðan hóp og erum að finna stöðugleikann. Við þurfum bara að halda áfram að ná í stig og njóta þess að vera á toppnum því á mínum sjö árum hérna þá hefur liðið aldrei verið á toppnum,"
sagði hann í lokin.


Athugasemdir
banner
banner