Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. ágúst 2021 10:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Baulað á Sane - „Ég finn til með honum"
Leroy Sane.
Leroy Sane.
Mynd: Getty Images
Leroy Sane fékk að heyra það frá stuðningsmönnum Bayern München í leiknum gegn Köln síðasta sunnudag.

Sane var skipt af velli í hálfleik og bauluðu stuðningsmenn í kjölfarið á slakri frammistöðu hans.

Liðsfélagar Sane hafa komið honum til varnar og núna hefur Karl-Heinz Rummenigge, fyrrum framkvæmdastjóri Bayern, einnig tjáð sig um málið.

„Mér fannst þetta ekki gott. Ég finn til með honum. Hann reynir alltaf en hann vantar sjálfstraust," sagði Rummenigge.

„Hann var slakur á síðasta tímabili og átti ekki gott Evrópumót. Það hjálpar ekki til. Nagelsmann verður að koma honum á beinu brautina."

Rummenigge segir að staða Sane minni á stöðu Arjen Robben fyrir nokkrum árum síðan. Stuðningsmenn bauluðu á Robben eftir að hann klúðraði vítaspyrnu gegn Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2012. Robben kom sér aftur á strik og skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar ári síðar.

Sane var keyptur til Bayern frá Manchester City fyrir síðasta tímabil. Hann hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar fyrir Bayern. En hann er aðeins 25 ára og hefur nægan tíma til að sýna sig og sanna.
Athugasemdir
banner
banner