þri 24. ágúst 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Brasilíumennirnir fá ekki að fara í landsliðsverkefni
Alisson, Fabinho og Firmino fá ekki að fara í landsliðsverkefni
Alisson, Fabinho og Firmino fá ekki að fara í landsliðsverkefni
Mynd: EPA
Ensku úrvalsdeildarfélögin Liverpool og Manchester City ætla ekki að leyfa Brasilíumönnunum að fara í landsliðsverkefni í september en Telegraph greinir frá.

Löndin í Suður-Ameríku eru á rauðum lista hjá Bretlandseyjum og þyrftu því leikmenn að fara í sóttkví við heimkomu.

Alisson, Fabinho og Roberto Firmino, leikmenn Liverpool. fá því ekki leyfi frá félaginu til að fara í verkefnið.

Man City mun einnig meina þeim Ederson og Gabriel Jesus að fara og munu önnur úrvalsdeildarfélög taka í sama streng.

FIFA hefur skipað félögunum að leyfa leikmönnum að fara í verkefnin og segir að undanþága hafi aðeins verið veitt í marsleikjunum vegna kórónaveirunnar.

Liverpool hefur þegar meinað Mohamed Salah að spila með egypska landsliðinu í september en þó er gefið til kynna að það er möguleiki að hann fái að spila gegn Gabon þar sem þjóðin er ekki á rauðum lista hjá Bretum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner