Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. ágúst 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Brynjar Gauti: Átti erfitt með að muna hvað hafði gerst í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Brynjar Gauti Guðjónsson, fyrirliði Stjörnunnar í gær, þurfti að fara af velli eftir tæplega hálftíma leik gegn Fylki. Stjarnan vann 2-0 sigur í leiknum.

„Brynjar Gauti liggur eftir," skrifaði Anton Freyr Jónsson í textalýsingu frá leiknum. „Brynjar Gauti getur ekki meira eftir höfuðhöggið sem hann fékk í byrjun leik. Sendi Brynjari baráttukveðjur," skrifaði svo Anton á 29. mínútu, inn kom Einar Karl Ingvarsson.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Fylkir

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, hafði ekki heyrt um stöðu Brynjars þegar hann var spurður út í hana í viðtali eftir leik.

Brynjar Gauti ræddi við Vísi í dag. „Ég fékk heilahristing og það sem því fylgir," sagði Brynjar Gauti við Vísi.

„Ég fékk skot í höfuðið en datt ekkert út eða vankaðist þá. Það sýnir kannski hvað þessi höfuðmeiðsli geta verið lúmsk. Við tókum test og þá leið mér ágætlega. Ég hélt áfram að spila en svo átti ég erfitt með að einbeita mér og muna hvað hafði gerst í leiknum. Og um leið að það gerðist bað ég um skiptingu.“

Brynjar segir að hann ætli sér að taka því rólega næstu daga.

Viðtöl við Emil Atlason og Þorvald Örlygsson má sjá hér að neðan.

Smelltu hér til að lesa viðtalið í heild sinni.
Toddi Örlygs: Virkilega flottir strákar sem bæta liðið og hópinn
Emil Atlason: Þetta var bara æðislegt
Athugasemdir
banner
banner