Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. ágúst 2021 16:00
Innkastið
„Búið að vera mikið Blikarúnk í svona tíu ár"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vil alls ekki að Breiðablik vinni þetta allavega, ég er ekki mikill Blika-stuðningsmaður," sagði Albert Brynjar Ingason í Innkastinu. Albert er leikmaður Kórdrengja og var hann gestur í þættinum í dag.

Hann var spurður út í hvaða lið hann héldi að yrði Íslandsmeistari. Albert vonaðist eftir því að Víkingur yrði meistari en sagði samt að Valur yrði Íslandsmeistari. „Mér finnst þessi leikir sem Víkingur á eftir, FH og KR á útivelli, ég held að það tapist einhver stig þar," sagði Albert.

Albert hrósaði þó Breiðabliki. „Ég verð að gefa Blikum virðingu, þótt þetta sé ekki mitt lið; ég á fleiri en eitt þannig. Sérstaklega eftir Evrópuævintýrið, þá fór maður að gefa þeim svolítið mikið respect."

„Mér hefur oft fundist Breiðablik vera eins og Arsenal, renna á svellinu þegar það er alvöru pressa. Koma svo aftur og enda rosalega vel þegar enginn möguleiki er á neinu. Það verður að gaman að sjá hvort þeir séu búnir að taka þetta „næsta" skref núna þegar þeir eru í alvöru baráttu. Það er erfitt að setja eitthvað út á þá, þeir spila góðan bolta."


En hvað er það sem þér er svona illa við?

„Ég bara veit það ekki, í gegnum árin eru ákveðnir fjölmiðlir búnir að vera mikið Blikamegin. Það er búið að vera mikið Blikarúnk í svona tíu ár. Það er allt frábært, allir geggjaðir og ég bara meika það ekki," sagði Albert.
Innkastið - Albert Brynjar og brjáluð barátta um þann stóra
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner