þri 24. ágúst 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Burnley leggur fram mettilboð í Cornet
Maxwel Cornet gæti verið á leið til Englands
Maxwel Cornet gæti verið á leið til Englands
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Burnley hefur lagt fram 15 milljón punda tilboð í Maxwel Cornet, leikmann Lyon í Frakklandi, en það er Sky Sports sem greinir frá.

Cornet er 24 ára gamall og kemur frá Fílabeinsströndinni en hann hefur spilað með Lyon síðustu sex árin eða síðan hann kom frá Metz.

Hann getur spilað stöðu vinstri bakvarðar, sem og á báðum vængjunum.

Samkvæmt Sky Sports hefur Burnley lagt fram 15 milljón punda tilboð í Cornet en hann gæti orðið dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Dýrasti leikmaður sem Burnley hefur keypt er Chris Wood er hann kom frá Leeds. Talið er að félagið hafi borgað tæpar 15 milljónir punda fyrir hann.
Athugasemdir
banner
banner