Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. ágúst 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Campbell um stöðuna hjá Arsenal - „Gefið mér starfið
Sol Campbell er til í að taka við Arsenal
Sol Campbell er til í að taka við Arsenal
Mynd: Getty Images
Sol Campbell, fyrrum leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, skilur ekki hvað er í gangi hjá enska félaginu þessa stundina en hann segist tilbúinn að bjóða fram hjálpina.

Arsenal hefur tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni og samkvæmt Telegraph fær Mikel Arteta fimm leiki til að snúa gengi liðsins við.

Campbell, sem hefur stýrt tveimur liðum eftir knattspyrnuferilinn, vonast til að landa starfi bráðlega en hann segist tilbúinn að hjálpa Arsenal.

Hann hefur stýrt Macclesfield Town og Southend United og segist geta leyst vandamál félagsins.

„Ég skal segja ykkur eitt. Ég myndi hjálpa þeim. Gefið mér starfið og ég skal hjálpa Arsenal," sagði Campbell.

„Ég get sagt ykkur hvernig þú kemst út úr tveggja manna pressu gegn Brentford! Ég meina, hvað er eiginlega í gangi hérna?" sagði Campbell og spurði.
Athugasemdir
banner
banner